/Tækifærisnámskeið

Tækifærisnámskeið

Langar ykkur/þig til að gera eitthvað sniðug og öðruvísi með fjölskyldunni, vinunum eða vinnufélögum
Þú hittir alveg í mark með því að heimasækja okkur.
Erum einungis um 40 km frá Rauðavatni, 28 km. frá Selfossi og 57 km. frá Grindavík

Við bjóðum upp á Glerbræðslunámskeið með veitingum.

Tilvalið fyrir hópa minni eða stærri.
Er þá námskeiðið sniðið að þörfum hvers fjölda.

Öðruvísi samverustund sem skilur eitthvað áþreifanlegt eftir sig auk góðra minninga.

Hópar 6- 8 manns.
Tilvalið fyrir s.s saumaklúbba, fjölskyldur, gæsa- og steggjahópa, vina- og vinnustaðahópa.

Námskeiðið er ca. 3 -4 klst. og er hvort sem um ræðir kvöld á virkum degi, um miðjan dag eða helgarnámskeið. Eru þá grunnaðferðir í glerskurði ásamt skreytingum kenndar. Gerir hver og einn minni hluti í fyrstu auk disks eða skálar. Ef um stærri hluti er að ræða er greitt eftir stærð hlutar
Innifalið kennsla og minni hlutir. Léttur málsverður eða kaffiveitingar.

Námskeiðið kostar 15,000 kr
.

Börn/unglingar eru hugmyndarík, skapandi og óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í listsköpun. Því er þetta tilvalin samverustund fyrir fjölskyldur eða vini með börnin sín. Börn frá þriggja ára aldri geta tekið þátt. Frá sjö ára aldri geta börnin skorið sjálf en þau sem yngri eru geta skreytt/málað.
Þannig getur einn hlutur orðið samvinnuverkefni.

Stærri hópar

Tilvalið fyrir s.s saumaklúbba, fjölskyldur, gæsa- og steggjahópa, vina- og vinnustaðahópa.

Ef um stærri hópa er að ræða hefst fræðsla um glervinnslu og aðferðir. ca. 1.klst.
Hópurinn gerir samvinnuverkefni ásamt því að njóta góðra veitinga í notalegu umhverfi. Er hvert námskeið sniðið að þörfum/óskum hvers hópar.

Verð frá kr. 6.000 – 15.000 kr. 
Heildarkostnaður verkefnis deilist á fjölda þátttakenda.

Tilvalið fyrir fjölskyldur/vini í fríinu.
Eru munirnir þá sendir eða sóttir áður en fríinu líkur.

Atli

mæðgur námsk

Sif gæs


stelpuhópur

vinkonu námskeið

By |2017-08-08T22:40:04+00:00október 1st, 2016|