Loading...
Vínseðill2018-12-03T21:18:57+00:00

Vínseðill

Jólamjöður

Víking jólabjór

Dökkur litur, keimur af brenndum sykri, karamellu og kaffi. 
Eftirgerjunin gefur honum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu. 
Bjórinn er í eðli sínu mjög góður matarbjór og hentar því vel með jólamatnum

1.100 kr.

Rúdólf

Algjör jólasprengja. Hann hefur einkennandi helslihnetukeim sem passar óaðfinnanlega með karamellu- og kaffitónunum

1.300 kr.

Hvít Jól Mandarínu White Ale

Ljósgullinn, skýjaður. Smásætur, meðalfylltur, lítil beiskja. Mandarína og léttir korntónar.

1.300 kr.

Jóladropar

Ljúffengt piparmintusúkkulaði

Súkkulaði, rjómi, mintusúkkulaði
750 kr.

Jóla cappuccino

Kaffi, flóuð mjólk, kanill, kanilsýróp
750 kr.

Jóla swiss mocha

Kaffi, súkkulaði, karamella, kanilsýróp,
rjómi, piparkökumulningur
750 kr.

Bubblur

Codorníu Clasico Semi-Seco

Epli og ristað brauð. Ferskleiki og gott jafnvæg
1.600 kr. – 187 ml.

Delapierre Seco

Ferskt með perum og eplum
6.900 kr. – 750 ml.

Hvítvín

Faustino VII, Spánn

Fölgult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Vínber, epli, ljós ávöxtur.
1.500 kr. – 187 ml.

Villa Lucia Pinot Grigio, Ítalía

Meðalfyllt og ósætt
Ferskt, strágulur með grænum tónum, jafnvægi í angan á milli
epla og ferskju og hafþyrnisberja.

4.900 kr. – 750 ml.

Morande Reserva Gewürztraminer, Chile

Ljós gullinn, ákafur blómlegur angan af rósum og jasmin, lychee og melónum. Sýópskenndur en með gott jafnvægi á milli þess að vera sætt og ferskt, ákafur ávöxtur.
6.500 kr. – 750 ml.

Franck Millet Sancerre, Frakkland

Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Greip, græn epli, sítrus, stikilsber.
8.900 kr. – 750 ml.

Áfengir jóladropar

Mandarínukaffi

Kaffi, grand marnier, mandarína, rjómi, kanill
2.150 kr.

Kryddaður súkkulaðidrykkur

Súkkulaði, kryddað romm, rjómi, piparkökumulningur
2.150 kr.

Rauðvín

Faustino VII Tempranillo, Spánn

Kirsuberjarautt. Ósætt, meðalfylling, fersk sýra, lítil tannín. Plóma, trönuber, krækiber, blaut lauf
.
1.500 kr. – 187 ml.

Las Moras Varietales Malbec, Argentína

Fjólurauður með angan af ferskum dökkum berjum, sætum ávexti og kryddi. Þægilega mjúkt í munni með þéttum kryddtónum og vott af sætu. Frábært vín með lambinu, BBQ kjúkling og bragðmiklum pastaréttum.
4.900 kr. – 750 ml. 

Poggio al Casone Chianti Superiore, Ítalia

Lífrænt, kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, lyng, laufkrydd, létt eik.
6.500 kr. – 750 ml.

Bodegas Roda Sela, Spánn

Nefnt eftir Selá í Vopnafirði þar sem eigandinn er mikill veiðimaður og aðdáandi árinnar.
Miðlungs dökkt, angan af mildum dökkum berjum sem breytist í þroskuð kirsuber og fer svo úti í þroskaða ferskju. Í munni eru þroskuð dökk kirsuber áberandi.
8.900 kr. – 750 ml.

Rósavín

Mateus

Ljósjarðarberjarautt. Létt fylling, smásætt, fersk sýra, kolsýrukitl. Jarðarber, skógarber.
1.600 kr. – 187 ml.