Loading...
Matseðill 2018-04-15T17:34:30+00:00

EINSTÖK UPPLIFUN!

Tekið er á móti hópum í mat og/eða námskeið
utan venjulegs opnunartíma.

Þar sem okkur finnst lífið of stutt fyrir vondar hitaeiningar lögum við allar okkar veitingar á kaffihúsinu  frá grunni, úr besta fáanlega hráefni sem völ er á, að miklu leyti beint frá býli og okkar nærumhverfi. Ást og umhyggja er höfð að leiðarljósi í okkar matargerð og þess vegna gerum við okkar besta til að þjónusta alla okkar viðskiptavini óháð lífstíl eða ofnæmi af einhverju tagi. Brauðin okkar bökum við úr íslensku mjöl frá Ískorni.

Yfir vetrartímann er opið :
Þriðjudaga –  sunnudaga frá kl. 11.00 – 17.00
Helgidagar sérstaklega auglýstir á fb. síðunni okkar.

Boðið er upp á fisk dagsins, hamingjuborgarann okkar, næringaríkar- og matmiklar súpur ásamt spennandi meðlæti daglega, ásamt hamingju- og grilllokum, ljúffengum tertum og öðrum spennandi veitingum. Gert er ráð fyrir flestum ofnæmis- og lífstílshópum.
Vonandi eiga því allir viðskiptavinir eftir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Boðið er upp á tækifærisnámskeið fyrir hópa með mat.
Sjá nánar undir Glervinnustofa

Innviðir staðarins eiga það sameiginlegt að vera komnir til ára sinna en hafa fengið upplyftingu og nýtt hlutverk. Gamall borðbúnaður fær að njóta sín ásamt glerdiskum sem ég hef hannað og framleiði sjálf en þá prýða dúkamynstur frá tveimur látnum heiðurskonum, ömmu minni Guðnýju og Ástu Ástmundsdóttur vinkonu minni. Dúkamynstrin hennar Ástu prýða líka púða , borð, svuntur og filmur í glugga.

Húsgögn úr vörbrettum voru smíðuð á staðnum og koma þau mjög smekklega út, sem og gömul borð og stólar sem flikkað hefur verið upp á. Þannig má segja að gamalt og nýtt, endurvinnsla og nýsköpun mætist í útliti staðarins.