Loading...
Glervinnustofa2019-04-27T23:06:15+00:00

TÆKIFÆRISNÁMSKEIÐ

Öðruvísi samverustund sem skilur eitthvað áþreyfanlegt eftir sig auk góðra minninga.

Stutt glerbræðslunámskeið með veitingum.
Tilvalið fyrir hópa s.s saumaklúbba, fjölskyldur, gæsa- og steggjahópa, vina- og vinnustaðahópa.

Námskeiðin eru ca. 4 klst. og eru hvort sem um ræðir kvöld á virkum degi, um miðjan dag eða helgarnámskeið. Eru þá grunnaðferðir í glerskurði ásamt skreytingum kenndar. Gerir hver og einn llitla hluti í fyrstu og síðan amk. eitt valverkefni ef vilji er fyrir því
Innifalið kennsla og allt efni fyrir minni hluti ásamt veitingum. Valverkefnið greitt eftir stærð hlutar. Fjöldi þátttakenda 6 – 8 manns. Tek þó líka á móti minni eða stærri hópum.

Börn/unglingar eru hugmyndarík, skapandi og óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í listsköpun því er þetta tilvalin samverustund fyrir fjölskyldur eða vini með börnin sín. Börn frá þriggja ára aldri geta tekið þátt. Frá sjö ára aldri geta börnin skorið sjálf en þau sem yngri eru geta skreytt/málað. Þannig getur einn hlutur orðið samvinnuverkefni.

Tilvalið fyrir fjölskyldur/vini í fríinu.
Einungis tekur um 30 mínútur að keyra frá Reykjavík til Þorlákshafnar og um 1 klst. frá Keflavíkurflugvelli um Suðurstrandaveg.

GLERBRÆÐSLUNÁMSKEIÐ

Öðruvísi samverustund sem skilur eitthvað áþreyfanlegt
eftir sig auk góðra minninga.

Markmið námskeiðsins er að nemendur verði nokkuð sjálfbjarga í glervinnu, þekki helstu gerðir flotglerja og helstu aðferðir og skreytingar á flot- og bullsey gleri. Kynntar eru allar helstu brennsluaðferðir.
Temji sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Kynntar eru hugmyndir og aðferðir við glerbræðslu á flotgleri með mismunandi tegundum glerja. Kenndur er glerskurður, litun og skreytingar með duftlitum, glerkurli, glerstöngum, málmum, teiknitúpum ofl. Nemendur gera prufur til að byrja með. Svo er farið í að gera stærri hluti innan í mót, utan um mót, nagað með flatkjafti, hringskurður, gluggamyndir svo eitthvað sé nefnt.

Byrjendanámskeið eru 16 klst. í senn. Ýmist sem kvöld- eða helgarnámskeið.
Allt efni er innifalið ásamt fullu fæði.

Kvöldnámskeið:
Fjögur kvöld frá kl. 18.00 – 22.00.

Helgarnámskeið:
Föstudagur frá kl. 17.00 – 21.00, laugard. og sunnud. frá kl.10.00-16.00

Námskeiðin hefjast um leið og næg þátttaka fæst en 6-8 manns eru á hverju námskeiði.
Gott að vita ef um einhverskonar fæðuofnæmi er að ræða.

Skráning á hendurihofn@hendurihofn.is eða í síma.