Matur hópar

Home/Matur hópar

Matur hópar

Tekið er á móti hópum allt að 30 – 35 manns  í mat á eða utan opnunartíma.
Einungis opið fyrir þann tiltekna hóp sé það utan opnunartíma ef um er að ræða 20 manns eða ef hópurinn er yfir það.

Allar okkar veitingar eru lagaðar úr besta fáanlega hráefni hverju sinni að mestu leiti beint frá býli og úr okkar nærumhverfi.

Brauð og kökur eru bakaðar daglega og notum við íslenskt mjöl, bygg (Ískorn) frá Byrtingarholti í baksturinn okkar. Mikið til af glutenlausum veitingum
Hamingjulokur eru í boði daglega
Súpurnar eru matmiklar og næringarríkar og notumst við ekki við hveiti til að þykkja þær. Boðið er upp á græmetissúpur með eða án rjóma, sjávarréttar- eða humarsúpu, salsasúpur svo eitthvað sé nefnt og eru þær í boði alla daga sem opið er
Gott er að vita þegar pantað er hvort um einhverskonar ofnæmi er að ræða hjá einstaklingum í hópnum.
Viðskiptavinum er velkomið að leggja fram sínar eigin óskir um veitingar því við vinnum ávallt í lausnum og persónumiðaðri þjónustu.
Hafðu samband
By | 2016-06-14T22:04:14+00:00 January 9th, 2016|