Loading...
Home 2017-07-06T22:39:26+00:00
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

HENDUR Í HÖFN

Notalegt Coffe house – Glerlist

Mikið úrval af handunni og vandaðri gjafavöru við flest tækifæri.

Matarstell og aðra nytja- og listmuni er hægt að panta og er hannað eftir óskum hvers og eins.

Boðið er upp á persónulega þjónustu og geta einstaklingar og fyrirtæki sérpantað vörur

Fagmennska í fyrirrúmi. Allt gler í ábyrgð á áfangastað.

Í kaffihúsinu eru allar veitingar lagaðar frá grunni á staðnum og einungis notast við úrvals hráefni. Nýbakaðar kökur og brauð eru á boðstólum daglega ásamt glútenlausu kaffibrauði. Einstaklingsmiðuð þjónusta.

Inniviðir staðarins eiga það sameiginlegt að vera komnir til ára sinna en hafa fengið upplyftingu og nýtt hlutverk. Gömul bollastell fá að njóta sín ásamt glærum glerdiskum sem ég hef hannað og framleiði sjálf.

Tekið er á móti hópum í mat allt að 25. manns utan venjulegs opnunartíma.

Kynntu þér málið !